Helstu hlutverk Tilraunastöðvarinnar eru samkvæmt lögum nr. 67 frá 1990, og lögum nr. 50 frá 1986:
- Grunnrannsóknir í læknisfræði dýra og manna
 - Rannsóknir, þjónusta og ráðgjöf vegna sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna fyrir dýr í samstarfi við yfirdýralækni í þágu heilbrigðiseftirlits
 - Þróun, framleiðsla og dreifing bóluefna gegn sjúkdómum í dýrum
 - Að veita háskólakennurum og öðrum sérfræðingum aðstöðu til rannsókna
 - Endurmenntun dýralækna og miðlun upplýsinga til þeirra
 - Eldi á tilraunadýrum til vísindalegra rannsókna
 - Rannsóknir og þróunarvinna í þágu líftækni
 - Rannsóknir á fisksjúkdómum